Umfangsmikil leit að týndri flugvél

Þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að leita að lítilli flugvél sem ekki hefur náðst sambandi við. Hún fór frá Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum í morgun.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu RÚV. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi hafa verið kallaðar út.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu RÚV að lögreglan sé að grennslast fyrir á flugvöllum og að búið sé að ræsa út björgunarsveitir í Árnessýslu.

Fyrri greinBláskógaskóli Laugarvatni fær Erasmus+ styrk
Næsta greinTokyo Sushi opnar á morgun