Umfang jarðræktar mest í Rangárvallasýslu

Árið 2009 voru teknir út 11.907 hektarar á landinu öllu vegna greiðslu framlaga út á kornrækt, grasrækt og grænfóðurrækt. Af einstökum sýslum er umfang jarðræktar mest í Rangárvallasýslu þar sem korn er ræktað á 1.173 hekturum, grasrækt á 581 hektara og grænfóður á 565 hekturum.

Rangárvallasýsla er þannig í heild með 2.319 hektara eða 19,5% af allri korn-, gras- og grænfóðurrækt landsins. Hér sunnanlands er grænfóðurrækt mest í Árnessýslu þar sem 570 hektarar eru undirlagðir.

Séu heildartölur fyrir landið skoðaðar kemur í ljós að umfang korn-, gras- og grænfóðurræktar er 5.483 hektara á Suðurlandi eða 46% af landinu öllu.

Fyrri greinMikil umferð á Suðurlandi í alla nótt
Næsta greinHandbolti: Selfoss tapaði í Eyjum