Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst

Um 30 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar jarðskjálftans við Skálafell á Hellisheiði í nótt. Skjálftinn var 4,4 að stærð kl. 2:56 og vakti marga Sunnlendinga af værum svefni.

Sá stærsti var 2,2 að stærð um klukkan 12:41 í dag.

Veðurstofan hefur fengið margar tilkynningar um að fólk hafi fundið skjálftann í nótt. Hann fannst vel á öllu suðvesturhorni landsins, út á Reykjanes, norður í Reykholt í Borgarfirði og allt austur í Skaftártungu.

Um er að ræða afar virkt jarðskjálftasvæði og varð skjálfti yfir 3 að stærð á sömu slóðum fyrr á þessu ári.

Fyrri greinStór skjálfti vakti Sunnlendinga
Næsta greinGyða Dögg mótorhjóla- og snjósleðakona ársins 2018