Um borð í bát á hættulegum stað

Síðdegis í gær barst lögreglunni á Selfossi tilkynning um nokkra unga pilta sem voru komnir um borð í bát sem bundin var við land neðan við Ölfusárbrú.

Báturinn er notaður til að vitja um net sem lögð eru í ánna við brúna.

Lögreglumenn náði tali af piltunum sem eru 17 ára og var þeim bent á hættuna sem gæti stafað af því að baksa í bátnum.

Fyrri greinTveir harðir árekstrar með klukkutíma millibili
Næsta greinBrotist inn í Hraunborgum