Um 100 ungmenni á ráðstefnu

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ hófst á Hvolsvelli í morgun en um 100 manns víðs vegar af að landinu, á aldrinum 16-25 ára sækja ráðstefnuna.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er ungt fólk og fjölmiðlar. Ungmennafélag Íslands, sem stendur að ráðstefnunni, hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og vandað hefur verið til dagskrár ráðstefnunnar í hvívetna. Þetta er í þriðja skipti sem þessi ráðstefna er haldin.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti ráðstefnuna og forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði síðan þátttakendur.

Þátttakendur byrjuðu að fá kynningu um fjölmiðla, mannréttindi og hópefli og völdu sér síðan vinnustofur í framhaldi af því. Ráðstefnunni lýkur eftir hádegi á laugardag.

Fyrri greinGlæsileg Nettóverslun opnuð
Næsta greinÞrír nýir starfsmenn hjá Hveragerðisbæ