Uglusafnari sem á 700 uglur

Guðrún Einarsdóttir í Torfholti á Laugarvatni á um sjöhundruð uglur, sem hún hefur safnað síðustu tuttugu og fimm ár.

„Sú merkilegasta í safninu er líklegasta uppstoppaða uglan en hana fann Einar sonur minn, þá tólf ára gamall í garðinum hjá Önnu og Benjamín hér á Laugarvatni. Hún var nýdauð og við frystum hana. Seinna fór skólabróðir minn úr Menntaskólanum að Laugarvatni, Jón Hlöðver, með hana til afa sín í Vestmannaeyjum, Súlla Johnsen, sem stoppaði hana upp og stillti henni svona fínt upp á hraunmola,“ segir Guðrún.

Hún fékk fyrstu ugluna í jólagjöf 1990 frá Mána, elsta barnabarni sínu, sem bjó ugluna sjálfur. „Það var aldrei meiningin að fara að safna uglum heldur þróaðist þetta smám saman og nú fæ ég uglur frá alls konar fólki, bæði vinum og vandamönnum,“ segir Guðrún.

Fyrri greinHulda keppti í London
Næsta greinSelfoss í 3. sæti – Hanna best og markahæst