Týndur maður fannst heill á húfi

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út eftir hádegi í dag til þess að leita að manni á þrítugsaldri í nágrenni við Hestfjall. Maðurinn hafði horfið úr sumarhúsi á svæðinu í nótt og var farið að óttast um hann.

Maðurinn var búinn að vera villtur síðan í nótt en hafði verið í símasambandi við aðstandendur sína, allt þar til um klukkan 13 í dag, að ekki náðist í hann. Þá fóru fyrstu björgunarsveitir að grennslast fyrir um manninn.

Klukkan 14:30 var útkallið síðan stækkað og umfangsmikil leit hafin. Þrátt fyrir miklar annir í flugeldasölu brugðust fleiri en þrjátíu björgunarsveitarmenn úr átta björgunarsveitum við útkallinu auk svæðisstjórna á svæði 3 og 1. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig að búa sig til leitar.

Maðurinn fannst svo heill á húfi fyrir nokkrum mínútum síðan við námu í vík við Hestvatn.

UPPFÆRT 15:59

Fyrri greinBjörgvin Karl íþróttamaður Hveragerðis 2014
Næsta greinFannst heill á húfi við Laugarvatn