Týndur drengur fannst sofandi heima

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 20:00 í kvöld þegar tilkynning barst um að þriggja ára drengs væri saknað frá heimili sínu á Selfossi.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að þegar fólk týnist er heimili viðkomandi og nánasta umhverfi þess með því fyrsta sem er leitað.

Leitin hlaut farsælan endi því drengurinn fannst sofandi undir teppi heima hjá sér um 15 mínútum eftir að sveitirnar voru kallaðar út.

Höfðu þá hátt í 30 manns frá björgunarsveitum hafið leit að drengnum.

Fyrri greinFramtíðar blaðamenn
Næsta greinSelfyssingar sogast niður í fallbaráttuna