Týndist í Tindfjöllum

Um miðnætti í nótt voru björgunarsveitir á Suðurlandi ræstar út ásamt hundateymum af höfuðborgarsvæðinu vegna manns sem var týndur í Tindfjöllum.

Hann fannst nokkrum klukkustundum síðar eða um hálffjögur leytið. Hafði hann villst af slóðanum á bíl sínum vegna þoku og fest hann í drullu.

Maðurinn gerði hið eina rétta, beið eftir aðstoð.

Fyrri greinVélsleðamaður sóttur með þyrlu
Næsta greinKristín og Þokki heimsmeistarar í tölti