Týndist á Mælifellssandi

Síðastliðinn laugardaginn var óttast um erlendan ferðamann sem hafði farið frá Strútsskála á Mælifellssandi og ekki skilað sér til baka.

Mikil þoka var á svæðinu og skyggni mjög slæmt en maðurinn var í símasambandi við Neyðarlínuna og var á slóð og beðinn um að halda sig á henni.

Björgunarsveitir á svæðinu voru ræstar út og fóru á vettvang, en þar sem mikil þoka var á staðnum var ákveðið að kveikja á forgangsljósum og hljóðmerkjum í þeirri von um að maðurinn heyrði í þeim.

Eftir nokkra stund heyrði maðurinn í þeim og fannst hann skömmu síðar heill á húfi og við góða heilsu.

Fyrri greinKlemmdist milli dráttarvélar og húsveggs
Næsta greinMargir kitluðu pinnann