Týndir göngumenn við gosstöðvarnar

Frá gosstöðvunum í Geldingadölum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rétt fyrir 22:00 í kvöld voru björgunarsveitir í Árnessýslu og fleiri sveitir á suðvesturhorninu kallaðar út til leitar að tveimur göngumönnum sem eru týndir við gosstöðvarnar á Reykjanesi.

Mennirnir tveir náðu sjálfir að hringja í Neyðarlínuna og óska eftir aðstoð þar sem þeir eru villtir.

Þeir hópar björgunarsveitarfólks og lögreglu sem voru á svæðinu hófu strax leit um leið og meiri mannskapur var kallaður út. Samband næst við mennina og verið er að afla upplýsinga og skipuleggja frekari leit.

UPPFÆRT KL. 23:13: Mennirnir eru fundnir, heilir á húfi.

Fyrri greinÞrír nýir stjórnendur á HSU
Næsta greinSjaldséður gestur í Mýrdalnum