Týndi umslagi með seðlabúnti

Í gærmorgun, fimmtudag, á milli klukkan 9:00 og 10:00 týndist umslag með peningaseðlum, 40.000 krónum, á leiðinni milli Landsbankans á Austurvegi að verslun Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi.

Peningaseðlarnir voru í Landsbankaumslagi en að öðru leyti var það ómerkt. Þetta er stór upphæð fyrir þann sem tapaði peningunum og yrði honum mikils virði að endurheimta þá.

Lögreglan á Selfossi biður þá sem hugsanlega hafa umslagið undir höndum að koma því til skila á lögreglustöðina á Selfossi.

Fyrri greinSumar og soul á Örkinni í kvöld
Næsta greinGóðar rekstrarniðurstöður í Ölfusinu