Týndar tugþúsundir komust í réttar hendur

Peningar. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í gær kom eldri kona á lögreglustöðina á Selfossi og kvaðst hafa tapað umslagi sem innihélt 70.000 krónur í eða við Bónus á Selfossi.

Málið leystist farsællega í dag þegar miðaldra kona kom á lögreglustöðina og kvaðst hafa fundið 70.000 króna umslag í Bónus á Selfossi. Hún vildi skila því inn til lögreglu í þeirri von að eigandi þess finndist.

Lögreglan hafi samband við eiganda umslagsins sem var að vonum glöð við fregnirnar. Konurnar ræddust síðan við símleiðis og að sögn lögreglu mátti merkja mikið þakklæti af hálfu þeirrar sem endurheimt hafði fé sitt.

Konurnar kvöddust svo og óskuðu hvor annarri gleðilegra jóla.

Fyrri grein„Hefði sjálf viljað lesa þessa bók sem unglingur“
Næsta greinLamadýrajól í Skálholtskirkju