Tvö vinnuslys tilkynnt til lögreglu

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Í öðru tilvikinu var maður að klofa yfir beisli á kerru, þegar hann féll og lenti á höfðinu. Lögreglan flutti manninn til aðhlynningar á heilsugæslustöð.

Hinn aðilinn klemmdi fingur við að setja grjót undir horn á gámi sem verið var að setja niður af gámaflutningabíl í Ölfusinu síðastliðinn fimmtudag. Talsverður viðbúnaður var í upphafi vegna slyssins og meðal annars var tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu í Hveragerði kallaður út en maðurinn losnaði áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn og var hann fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík.

Fyrri greinGert ráð fyrir jákvæðum rekstri í Ölfusinu
Næsta greinLeitað að Almari á Suðurlandi