Tvö útskrifuð af gjörgæslu

Tvö þeirra þriggja sem legið hafa á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að flugvél brotlenti í sumarhúsabyggð á Langholtsfjalli í Hrunamannahreppi síðdegis í gær hafa verið útskrifuð af deildinni.

Karlmaður á fimmtugsaldri liggur enn á gjörgæsludeild en samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni er líðan hans stöðug.

Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Selfoss.