Tvö útköll í Árnessýslu í dag

Mynd úr safni. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út eftir hádegi í dag vegna konu sem hafði hrasað á göngu í nágrenni Þorlákshafnar. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði konuna að sjúkrabíl sem komst ekki á vettvang og beið á Suðurstrandarvegi.

Þá voru hópar björgunarsveitafólks, sem voru við æfingar á Langjökli, kallaðir til af Neyðarlínunni eftir að tilkynning barst 112 um slasaða konu á svæðinu. Snjóbíll og björgunarsveitarbíll fluttu konuna til móts við sjúkrabíl við Geysi.

Auk þessara tveggja útkalla var björgunarskipið Björg á Rifi kallað út vegna vélarvana báts eftir hádegi í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu segir að það viðri víða vel til útivistar og því má ætla að eitthvað sé af fólki á ferðinni í dag.

Fyrri greinMassagóður sigur hjá Þórsurum
Næsta greinÁrmenningar sterkari á lokakaflanum