Tvö útköll á sama tíma

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi fékk tvö útköll á svipuðum tíma um miðjan dag í dag. Í báðum tilvikum var um lítilsháttar eld að ræða.

Fyrst var tilkynnt um gróðureld fyrir ofan Nesjavallavirkjun þar sem slökkvilðsmenn þurftu að glíma við eld í mosa. Skömmu síðar var tilkynnt um sinueld nálægt Eyrarbakka þar sem kveikt hafði verið í rusli og eldurinn borist í sinu.

Báðir dælubílar slökkviliðsins á Selfossi voru því uppteknir í sitthvoru útkallinu á sama tíma og er heldur fátítt að það gerist.

Slökkvistarf gekk vel fyrir sig á báðum stöðum.