Tvö umferðarslys í síðustu viku

Í liðinni viku voru tvö umferðaróhöpp skráð í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. Ekki urðu slys á fólki í þessum óhöppum.

Bæði óhöppin urðu á Suðurlandsvegi á miðvikudag. Erlendir ferðamenn misstu bifreið sína útaf veginum við Hvítanes og skemmdist bifreiðin nokkuð en allir sluppu án meiðsla.

Einnig missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók um Þjósárbrú, bifreiðin snérist hring og hafnaði á annarri bifreið sem ók um brúna. Ekki urðu slys á fólki í þessu óhappi en bæði ökutækin skemmdust nokkuð við áreksturinn.