Tvö stöðugildi flytjast á Suðurland

Flytja á sjö stöðugildi Samgöngustofu við umferðareftirlit til lögregluembætta úti á landi. Tvö þeirra fara á Suðurland.

Fréttablaðið greinir frá þessu en þar kemur fram að markmiðið með flutningunum sé að gera eftirlitið skilvirkara og tengja það lögregluembættum sem fara einnig með önnur umferðarlagabrot.

„Þannig verður samtímis hægt að kanna til dæmis ökuréttindi ökumanns, ástand ökumanns með tilliti til ölvunar og vímuefnaneyslu, eftirlit með hraða og svo framvegis. Af því mun leiða betri nýting fjármuna.

Öllum umferðareftirlitsmönnum Samgöngustofu var boðið að flytjast til lögreglu en þrír starfsmenn af sjö þáðu ekki flutninginn. Embættin þrjú munu því ráða hvert um sig einn lögreglumann í stað þeirra sem ekki þáðu flutning í starfi.“

Frétt Vísis

Fyrri greinAnderson sendur heim
Næsta greinMikill viðbúnaður vegna reyks í dæluhúsi