Tvö stærðfræðiséní í úrslitum

Tveir Sunnlendingar hafa tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem fram fer eftir áramót.

Undankeppnin fór fram í október og á efra stigi, fyrir keppendur á 3. og 4. ári, komust í lokakeppnina þau Jón Aron Lundberg frá Flúðum, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti, nemandi í Menntaskólanum að Laugarvatni.

Keppendur á efra stigi voru 180 talsins og komust tuttugu þeirra í lokakeppnina.

Sigurvegurum í lokakeppninni gefst kostur á að taka þátt í Norrænni stærðfræðikeppni og í framhaldi af því er svo Alþjóðleg ólympíukeppni sem fram fer í Kólumbíu í júlí í sumar, en þangað komast væntanlega 4-6 keppendur frá Íslandi.

Á myndinni hér að neðan er ein af þeim þrautum sem keppendur þurftu að glíma við og eru lesendur sunnlenska.is hvattir til að spreyta sig á henni.

staerdfraedithraut_545874688.jpg

Fyrri greinFjórir garpar syntu í Kópavogi
Næsta greinLandsmótsfundur HSK í kvöld