Tvö smit til viðbótar á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tvö kórónuveirusmit greindust á Suðurlandi í gær, eitt í Þorlákshöfn og eitt á Flúðum. Báðir voru í sóttkví.

Í dag eru því 38 manns í einangrun á Suðurlandi og 331 í sóttkví en mikið hefur fjölgað í sóttkví á Selfossi og í Hrunamannahreppi.

Í Þorlákshöfn eru fimmtán manns í einangrun og 99 í sóttkví. Tíu eru í sóttkví í dreifbýlinu þannig að í Ölfusi öllu eru 109 í sóttkví í dag.

Þá eru fjórtán í einangrun á Selfossi, eins og í gær en nú eru 87 í sóttkví á Selfossi og hefur fjölgað um 43 síðan í gær. Fimm eru í einangrun á Stokkseyri og Eyrarbakka og 38 í sóttkví, eins og í gær.

Þá eru þrír í einangrun í Hrunamannahreppi og 56 í sóttkví.

Þetta kemur fram á heimasíðu HSU. Engin staðfest smit eru austan Þjórsár.