Tvö smit á Sólvöllum á Eyrarbakka

Sólvellir á Eyrarbakka. sunnlenska.is/Björn Ingi Bjarnason

Kór­ónu­veiru­smit kom upp á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­völl­um á Eyr­ar­bakka í gær­kvöldi. Tveir heim­il­is­menn greind­ust með já­kvætt smit, en ann­ar þeirra var ný­kom­inn af Landa­koti.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

All­ir heim­il­is­menn á Sól­völl­um fara nú í ein­angr­un og starfs­fólk heim­il­is­ins fer í skimun. Á Sól­völl­um eru 17 heim­il­is­menn og 24 starfs­menn. Aðstand­end­ur voru einnig látn­ir vita.

Jó­hanna Harðardótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur á heim­il­inu, seg­ir í samtali við mbl.is að eng­inn grun­ur hafi verið á smiti þegar viðkom­andi kom inn á heim­ilið, og hafi hann því ekki verið í sótt­kví.

Frétt mbl.is

Fyrri greinSíðasta sýningarhelgi Dagnýjar í Gallery Stokki
Næsta greinMenntaskólinn að Laugarvatni meðal fyrirmyndarstofnana