Tvö slys í Grímsnesinu um páskana

Tvisvar var óskað eftir lögreglu vegna slysa í frístundabyggðum í Grímsnesi um páskana.

Aldraður maður sem var á göngu á milli frístundahúsa missti fótanna og féll á andlitið og hlaut minni háttar áverka. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfossi.

Maður sem var að leggja pappa á þak féll af þakinu þegar þakpapparúlla sem hann handlék rúllaði niður af þakinu. Maðurinn fann til í hálsi og baki auk þess átti hann erfitt með andadrátt. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfossi og þaðan á slysadeild Landspítala í Fossvogi.

Fyrri greinMikil umferð og stóráfallalaus
Næsta greinFrábær byrjun í Brúará