Tvö skautasvell á Selfossi

Starfsmenn áhaldahússins á Selfossi og Brunavarna Árnessýslu hafa síðustu daga unnið að gerð tveggja skautasvella á Selfossi.

Svellin eru í bæjargarðinum við Sigtún og á opnu svæði milli Tröllhóla og Dverghóla.

Öllum er velkomið að nýta sér aðstöðuna. Nú er bara að dusta rykið af skautunum og renna sér af stað.