Tvö skautasvell á Selfossi

Starfsmenn áhaldahússins á Selfossi og Brunavarna Árnessýslu hafa síðustu daga unnið að gerð tveggja skautasvella á Selfossi.

Svellin eru í bæjargarðinum við Sigtún og á opnu svæði milli Tröllhóla og Dverghóla.

Öllum er velkomið að nýta sér aðstöðuna. Nú er bara að dusta rykið af skautunum og renna sér af stað.

Fyrri greinHreppurinn styrkir Eyvind
Næsta greinGolfklúbbar kæra GOGG