Tvö óveðursútköll hjá BFÁ

Björgunarfélag Árborgar hefur sinnt tveimur óveðursútköllum í nótt og í morgun þar sem þakskyggni og -kantar voru farin að losna.

Fyrst var sveitin kölluð út síðla nætur vegna þess að plata hafði losnað á þakskyggni yfir svalagangi á blokk við Eyraveg á Selfossi.

Í morgun var sveitin svo kölluð út aftur þar sem þakkantur var að losna af félagsheimilinu Þjórsárveri í Flóahreppi.

Fyrri greinSíðustu eintökin af sjóðheitu dagatali
Næsta greinMikil og lúmsk hálka í Árnessýslu