Tvö óhöpp í uppsveitunum

Tvö umferðaróhöpp urðu í uppsveitum Árnessýslu eftir hádegi í dag. Allir sem hlut áttu að máli sluppu án teljandi meiðsla.

Um klukkan hálf tvö velti ökumaður bíl sínum á hliðina við Ljósafoss. Þrír voru með honum í bílnum en talið er að þeir hafi sloppið sem næst ómeiddir.

Um tvöleytið varð síðan árekstur við Miðdal á Laugarvatnsvegi. Tveir bílar rákust saman en enginn slasaðist í árekstrinum.

Mikil hálka er á fáfarnari leiðum í uppsveitum Árnessýslu en fjölfarnari vegir eru að mestu auðir.

Fyrri greinKaþólikkar vilja kirkjulóð
Næsta greinTvö ný minkabú í undirbúningi