Tvö óhöpp í Draugahlíðarbrekku

Draugahlíðarbrekka. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tvö umferðaróhöpp urðu með skömmu millibili í Draugahlíðarbrekku á Suðurlandsvegi síðdegis á föstudag.

Í fyrra óhappinu fauk kerra aftan í bifreið til þannig að bifreiðin lenti á víravegriðinu sem skilur að akreinarnar. Þegar lögreglumenn voru við störf á vettvangi urðu þeir þess varir að bifreið var ekið aftan á aðra á leið niður brekkuna.

Ekki urðu slys á fólki en flytja þurfti aftari bifreiðina á brott með dráttarbíl þar sem hún var óökufær. Ökumaður þeirrar bifreiðar hafði innan við klukkustund fyrr verið stöðvaður fyrir hraðakstursbrot á Biskupstungnabraut þá á 120 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.