Tvö ný andlit í Útsvarinu

Lið Árborgar í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, hefur verið skipað. Tveir nýliðar eru í liðinu.

Sandvíkingurinn fótfrái Páll Óli Ólason heldur sæti sínu en ný í liðinu eru Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður og Hanna Lára Gunnarsdóttir grunnskólakennari í Vallaskóla.

Þóra Þórarinsdóttir og Ólafur Helgi Kjartansson hafa verið í liði Árborgar síðustu þrjú ár en hverfa nú á braut. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin er haldin í Ríkissjónvarpinu. Árborg mætir Fjallabyggð í 1. umferð þann 15. október.

Fyrri greinÚtistandandi kröfur um 100 milljónir
Næsta greinNauðungarsölum fækkar aðeins