Tvö kynferðisbrot kærð um helgina

Tvö kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar á Selfossi um helgina. Annað á Flúðum og hitt á Selfossi.

Í öðru tilvikinu er um að ræða blygðunarsemisbrot þar sem ungur karlmaður fór inn á konu sem var inni á almenningssalerni.

Hitt tilvikið átti sér stað í heimahúsi á Selfossi og er það mál til rannsóknar.

Að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Selfossi, er rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi með þessi mál til rannsóknar og ekki hægt að upplýsa frekar um stöðu þeirra á þessu stigi.

Fyrri greinBarn missti meðvitund í setlaug
Næsta greinBrotist inn í Tryggvaskála