Tvö innbrot um hábjartan dag

Brotist var inn í íbúðarhús við Birkigrund og annað í Fífumóa á Selfossi á milli kl. 8 og 16 síðastliðinn fimmtudag.

Þjófurinn hafði á brott með sér skartgripi, fartölvu og smávegis af peningum. Innbrotin eru óupplýst.

Þá var brotist inn í bifreið í Borgarheiði í Hveragerði aðfaranótt fimmtudags og stolið úr henni útvarpstæki og MP3 spilara.

Dísilolíu var stolið af vörubifreið sem stóð í Hrísmýri á Selfossi. Talið er að þjófurinn hafi náð um 100 lítrum úr tanknum. Þetta gerðist einnig aðfaranótt fimmtudags.

Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um þessi innbrot og þjófnaði að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinFundarröð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Næsta greinSlasaðist alvarlega