Tvö innbrot í vikunni

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningar um tvö innbrot í síðustu viku, í Ölfusborgum og Vaðnesi.

Brotist var inn í orlofshús í Ölfusborgum og þaðan var stolið flatskjá og hljómflutningstæki.

Í hinu tilvikinu var brotist inn í vinnuskúr í landi Vaðness í Grímsnesi þar sem er verið að reisa frístundahús. Úr skúrnum var stolið nokkrum rafmagnsverkfærum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Þar er einnig greint frá því að tveir ökumenn hafi verið kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina og einn fyrir fíkniefnaakstur.