Tvö innbrot í Laugardalnum

Tvær tilkynningar bárust lögreglunni á Selfossi um helgina vegna innbrota í sumarbústaði.

Ekki liggur fyrir með vissu hverju var stolið úr bústöðunum sem eru í landi Lækjarhvamms sem er skammt frá Laugarvatni.

Innbrotin áttu sér stað frá því bústaðirnir voru yfirgefnir sunnudaginn 23. janúar og þar til eigendur komu að þeim sl. föstudag.