Tvö innbrot í Þorlákshöfn í nótt

Milli kl. 00:30 og 08:00 í morgun var brotist inn á tveimur stöðum í Þorlákshöfn, á bílaverkstæði Bíliðjunnar og veitingastaðinn Happy Hour.

Bíliðjan er við Unubakka 48 og þaðan stolið lykli að rauðri Mazda bifreið sem stóð fyrir utan verkstæðið. Skráninganúmer voru tekin af annari bifreið, sem var þar hjá, og þeim komið yfir á Mazda bifreiðina. Að því loknu ók þjófurinn af stað og í burtu frá verkstæðinu.

Sömu nótt var brotist inn í veitingastaðinn Happy hour sem er í sömu götu, nánar tiltekið Unubakka 4. Þaðan var stolið 50 tommu flatskjá og nokkru magni af áfengi. Að öllum líkindum hefur sami maður verið þar að verki og í Bíliðjunni og hugsanlega einhverjir með honum.

Lögreglan á Selfossi biður þá sem veitt geta upplýsingar um óeðlilegar mannaferðir í Unubakka og í Þorlákshöfn á tilgreindu tímabili síðastaliðnu nótt eru beðnir að hringja í síma lögreglunnar 480 1010.