Tvö hús á Höfðabrekku rýmd vegna snjóflóðahættu

Hótel Höfðabrekka. sunnlenska.is/Jónas Erlendsson

Tvö hús á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal voru rýmd vegna mögulegrar snjóflóðahættu um klukkan 19 í kvöld.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að um sé að ræða hótelhelrými og þjónustuhús og voru gestir færðir í annað húsnæði á vegum hótelsins.

Gríðarlegt fannfergi er í Mýrdalnum og þurfa elstu menn að leita rúmlega tuttugu ár aftur í tímann til að finna samsvarandi snjómagn.

Á seint á aðfangadagskvöld eða á jólanótt féll snjóflóð í Reynishverfi í Mýrdal og færði það til bíla og lagðist upp að útihúsum.

Fyrri greinSuðurlandsvegi lokað í kvöld
Næsta greinHellisheiði og Þrengsli lokuð