Tvö hjól undan bílnum…

Hjól fór undan vörubifreið sem var á austurleið á Suðurlandsvegi við Kotströnd í Ölfusi síðastliðinn miðvikudag. Hjólið lenti á bifreið sem var ekið í gagnstæða átt.

Ökumaður vörubifreiðarinnar varð ekki var við þetta fyrr en hann var kominn að Ingólfsfjalli er annað hjól fór undan. Það hjól hafnaði á umferðagreini Vegagerðarinnar.

Talsvert tjón varð á ökutækinu og umferðagreininum.