Tvö hestaslys í vikunni

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi fékk tvær tilkynningar um slys tengd hrossum í liðinni viku. Kona á fimmtugsaldri slasaðist þegar hún féll af hestbaki inni í reiðskemmu í Landsveit og lenti á vegg. Hún flutt til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun.

Þá slasaðist karlmaður um áttrætt í hesthúsi í Árnessýslu síðastliðinn fimmtudag þegar hestur hljóp á manninn og felldi hann. Maðurinn fékk áverka á höfði og missti meðvitund en hann kom fljótlega til meðvitundar aftur. Hann var fluttur til aðhlynningar á sjúkrastofnun.

Fyrri greinLögregla með tilmæli vegna sýnatöku á Selfossi
Næsta greinNeitaði hraðakstri í þjóðgarðinum