Tvö fíkniefnamál hjá Selfosslögreglu

Upp komst um tvö fíkniefnamál hjá lögreglunni á Selfossi í liðinni viku.

Fíkniefni fundust hjá fanga á Litla-Hrauni sem hafði stuttu áður fengið heimsókn. Gesturinn er grunaður um að hafa komið með efnið inn í fangelsið. Málið er í rannsókn.

Hitt málið kom upp um helgina þar sem ökumaður var stöðvaður á Biskupstungnabraut vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Farþegi sem var með honum í bifreiðinni var með í fórum sínum kannabisefni.

Í báðum tilvikum var um lítið magn efna að ræða.

Fyrri grein„Þetta léttir aðeins lundina“
Næsta greinHálkan kom ökumönnum á óvart