Tvö dýpkunarskip við Landeyjahöfn

Dýpkunarskipið Perla er komið til Landeyjahafnar þar sem skipið verður notað ásamt dæluskipinu Skandiu við dýpkun hafnarinnar næstu daga.

Ölduhæð er nú um einn og hálfur metri við Landeyjahöfn og samkvæmt ölduspá fer hún ekki yfir tvo metra í vikunni. Ágætlega gekk að dýpka við Landeyjahöfn í gær en aðstæður eru nú erfiðar vegna vinds og sterkra strauma.

Dýpi hafnarinnar verður mælt í dag og er búist við frekari fregnum síðdegis af því hvenær hægt verður að opna Landeyjahöfn aftur eftir tæplega fjögurra mánaða bið.

Fyrri greinEggert ráðinn í Kötlusetur
Næsta greinMiðasala hafin á Kallakvöld Sleipnis