Tvennt slasað eftir alvarlegt umferðarslys

Skömmu eftir hádegi á laugardag varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi austan við Voðmúlastaði í Rangárvallasýslu.

Ökumaður fólksbifreiðar virðist hafa misst stjórn á bifreið sinni sem fór útaf veginum og fór margar veltur.

Einn farþegi var í bifreiðinni. Bæði voru flutt á Slysadeild Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þarna voru á ferð erlendir ferðamenn á bílaleigubíl.

Suðurlandsvegi var lokað um tíma á meðan björgun og vettvangsrannsókn stóð yfir.

Fólkið mun ekki vera í lífshættu en talsvert slasað.

Fyrri greinMetþátttaka í utanvegahlaupi
Næsta greinFéll af baki og fótbrotnaði