Tvennt flutt til skoðunar á sjúkrahús

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður og farþegi í fólksbíl voru fluttir á til skoðunar á slysadeild HSU á Selfossi eftir árekstur fólksbíls og vörubíls á Suðurlandsvegi, undir Ingólfsfjalli, kl. 11:19 í morgun.

Meiðsli fólksins eru talin minniháttar en bæði ökutækin eru mikið skemmd.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins en bílunum var ekið í sömu átt eftir Suðurlandsvegi.

Loka þurfti veginum á meðan ökutæki voru fjarlægð en nú er búið að opna hann á nýjan leik.

Fyrri greinStyrktu Birtu um rúmar 1,7 milljónir króna
Næsta greinHvergerðingar syngja inn jólin