Tvennt á sjúkrahús eftir vélhjólaslys

Vélhjólaslys varð við Múla á Biskupstungnabraut um klukkan 22 í gærkvöldi. Eldri karlmaður og ung kona voru flutt á slysadeild í Reykjavík en þau voru saman á hjóli.

Talið er að ökumaðurinn ekið á ójöfnu á veginum og misst stjórn á vélhjólinu. Vegfarendur komu að fólkinu og tilkynntu um slysið. Fólkið var ekki talið alvarlega slasað.

Fyrri greinSelfoss skoðar Cardaklija
Næsta greinFimmvörðuháls öllum fær í sumar