Tveir veltu í nótt

Tvær bílveltur urðu í nótt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Önnur í Hveradalabrekkunni á Hellisheiði en hin í Grímsnesinu.

Tveir menn voru í bílnum sem valt á Heiðinni en ökumaður bílsins í Grímsnesinu, ung stúlka, var ein á ferð.

Báðir bílarnir eru gjörónýtir en allir sem í þeim voru sluppu ómeiddir eða með lítilsháttar meiðsli og telur lögreglan líklegt að bílbelti hafi forðað því að ekki fór verr.