Tveir útaf í hálku

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningar um tvö umferðaróhöpp í Þrengslunum fyrir kl. 8 í morgun. Þar höfðu tveir bílar farið útaf veginum í hálku.

Engin slys urðu á fólki.

Í fyrra óhappinu var um jeppling að ræða og að sögn lögreglunnar er hann óökufær og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með dráttarbíl. Skömmu síðar missti ökumaður fólksbíls stjórn á bifreið sinni.