Tveir útaf á tveimur mínútum

Tveir bílar óku út af Biskupstungnabraut með tveggja mínútna millibili rétt fyrir klukkan tvö í nótt.

Fyrri bíllinn, sem var fólksbíll, ók út af veginum undir Ingólfsfjalli og tveimur mínútum síðar ók jeppi út af veginum við Hjarðarland.

Ökumaður annars bílsins ætlaði sjálfur að leita læknis þar sem hann var eitthvað lemstraður, en aðrir sluppu ómeiddir.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi var slydda og ísing á vegi á þessum slóðum.