Tveir úr lið í gærkvöldi

Lögregla og sjúkraflutningamenn í Árnessýslu höfðu afskipti af tveimur óvenjulegum slysum í gærkvöldi.

Annarsvegar fór gestur í sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði úr axlarlið og hinsvegar fór unglingur úr úlnliðnum á handboltaæfingu á Selfossi.

Báðir þurftu að leita læknis, en hvorugt tilvikið var alvarlegt.