Tveir traktorar brunnu

Tvær dráttarvélar skemmdust í eldi í umdæmi Hvolsvallarlöreglunnar í síðustu viku.

Í fyrra tilvikinu kom upp eldur í dráttarvél við Hvolsvöll. Vélin var ekki á ferð og mannlaus en talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í mælaborði vélarinnar. Talsverðar skemmdir urðu á dráttarvélinni.

Í síðara tilvikinu kom upp eldur í dráttarvél undir Eyjafjöllum. Sú vél var á akstri og náði ökumaður hennar að forða sér út, óslasaður, áður en vélin varða alelda. Eldurinn kom upp í vélarrúmi dráttarvélarinnar sem gjöreyðilagðist.

Fyrri greinHraðakstur um hávetur
Næsta greinNýr lögreglubíll á Klaustri