Tveir teknir ölvaðir á sama bílnum

Tveir ungir karlmenn voru handteknir í Hveragerði aðfaranótt laugardags grunaðir um ölvunarakstur.

Eigandi bifreiðarinnar hafði misst stjórn á bifreiðinni og hafnaði í snjóskafli þar sem bifreiðin festist.

Félagi hans sat undir stýri að reyna sig við að losa bifreiðina úr festunni þegar lögreglu bar að.

Blóðsýni var tekið frá þeim báðum og þeir verða kærðir fyrir ölvunarakstur.