Tveir teknir innanbæjar

Lögreglan á Selfossi notaði ómerkta bifreið við umferðareftirlit þéttbýliskjörnum í síðustu viku.

Sérstaklega var fylgst með ökuhraða bifreiða í íbúðahverfum í umdæminu þar sem leyfður er 30 km/klst hraði en ekki gafst tilefni til afskipta af ökumönnum þar.

Tveir voru kærðir fyrir of hraðan akstur innanbæjar á Selfossi og ók annar þeirra á 86 km/klst hraða þar sem leyfilegt er að aka á 50 km/klst.

Alls kærði lögreglan 25 ökumenn fyrir hraðakstur, flesta á Suðurlandsvegi en sá er hraðast ók var á 139 km/klst hraða á Eyrarbakkavegi.

Fyrri greinHvergerðingar aldrei fleiri
Næsta greinFullur Lithái út um allan veg