Tveir teknir fyrir fíkniefnaakstur

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tvo ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í Árnessýslu í liðinni viku.

Þeir voru frjálsir ferða sinna að lokinni töku blóðsýna.

Höfð voru afskipti af tveimur öðrum ökumönnum í Árnessýslu sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Öðrum þeirra hafði orðið það á að reka bifreið sína utan í aðra bifreið og valda á henni tjóni.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að 18 voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu.   Einn þeirra var mældur á 149 km/klst hraða á 90 km vegi undir Eyjafjöllum.

Fyrri greinTíu ára drengur lenti undir vélsleða sem hann ók sjálfur
Næsta greinHeilsugæslan og sjúkraflutningar á Höfn færist yfir til HSU