Tveir stórir styrkir á Suðurland

Úthlutað var úr Þjóðhátíðarsjóði í dag í síðasta skipti. Tvö verkefni á Suðurlandi voru meðal hæstu þeirra sem hæstu styrkina hlutu.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum fékk eina milljón króna til að skrásetja í gagnagrunn allar fornleifar þjóðgarðsins.

Sama upphæð rann til Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna til endurgerðar á Hrunaréttum og varðveislu á eyktanöfnum og notkun sólarklukku.

Alls bárust 273 umsóknir um styrki að fjárhæð samtals um 418 milljónir króna. Úthlutað var að þessu sinni 59 styrkjum að fjárhæð samtals 35 milljónum og fengu 8 aðilar verkefni hæstu styrkina, 1 milljón króna hver.

Fyrri greinStærsta samgöngubótin í áratugi
Næsta greinHjartaheill gaf þolprófsbúnað